sunnudagur, febrúar 19, 2006

GAT ÞAÐ NÚ VERIÐ!

Já já já já.... það held ég nú.. mætt á svæðið mitt aftur..

ekkert víst hvað ég tolli hérna frekar en fyrri daginn!

En jú allt að gerast... litli minn hann Ívan Elís ekki svo lítill lengur og er í þann mund að fara að labba :D ( spring úr stolti) en hann er núna orðinn 9 og hálfs mánaðar gamall. Svo er raunveruleikinn og rútínan komin aftur, eða ég er sem sagt komin í skólann aftur. Sko alveg feyki nóg að gera í þeim bransa með tvö börn ofan á það. En þetta er stuð, er alveg að digga þetta nám hefði bara verið gaman að hafa allan tíma í veröldinni til þess að dútla við þetta.

Annars átti ég bara mjög notalega helgi:) Heima bara í chilli og góðu yfirlæti. En það er frí í skólanum á morgun, en ég sit ekki aðgerðarlaus þrátt fyrir það. Það er nóg að vinna fyrir skólann eins og aðra daga. Ég ætla nú ekkert að teygja lopann í þessari færslu enda á ég engan lopa.. þarf að fara að sinna verkefnum og vonandi sé ég mér fært að henda inn einni og einni færslu hérna annarslagið og svona... en annars verið þæg á meðan og munið að það er ekki öll ull lopi :P

5 Comments:

At fimmtudagur, febrúar 23, 2006 12:52:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

svona ofan á allt lopatalið að þá hef ég í loksins eignast eitt stykki lopapeysu;o) hmmm...lopinn er hér og lopinn er þar, hann kominn er í peysuformið...bara aðeins að flippa hahaha...þetta lag syngur núna í hausnum á mér, takk fyrir það.
og vertu hjartanlega velkomin aftur í hinn undursama bloggheim.

 
At laugardagur, febrúar 25, 2006 10:10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

loksins bloggaru kona :D

 
At mánudagur, febrúar 27, 2006 2:13:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gugga: já segðu kona:P

Sigga: Bwahahahahahhahahahahahahahaha er búin að hlæja endalaust af þessu kommenti þínu.. held að þetta sé eitt besta komment sem ég hef fengið:D

 
At miðvikudagur, mars 01, 2006 11:38:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe...sonna er þetta þegar mar byrjar í kasti.... annars fór ég í lopaleiðangur síðastliðinn sunnudag skal ég segja þér... ahaa...alveg sérferð í Smáralind að finna lopa... nú er það peysa á kallinn næst
...hvar sem er og hvert sem ég fer, hann verður alltaf með mér lopinn

 
At fimmtudagur, apríl 26, 2007 10:55:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Wonderful and informative web site. I used information from that site its great. Shipley bingo http://www.dentist-17.info 99 crv honda Federal pay bill signed in august 2004 Mitsubishi brunswick ga. homes Tennis star hingus straight edge shirt Red ferrari modena Leaf blowers backpacks phentermine Pregnancy evista Female ultracet de spyware removal

 

Skrifa ummæli

<< Home