GAT ÞAÐ NÚ VERIÐ!
Já já já já.... það held ég nú.. mætt á svæðið mitt aftur..
ekkert víst hvað ég tolli hérna frekar en fyrri daginn!
En jú allt að gerast... litli minn hann Ívan Elís ekki svo lítill lengur og er í þann mund að fara að labba :D ( spring úr stolti) en hann er núna orðinn 9 og hálfs mánaðar gamall. Svo er raunveruleikinn og rútínan komin aftur, eða ég er sem sagt komin í skólann aftur. Sko alveg feyki nóg að gera í þeim bransa með tvö börn ofan á það. En þetta er stuð, er alveg að digga þetta nám hefði bara verið gaman að hafa allan tíma í veröldinni til þess að dútla við þetta.
Annars átti ég bara mjög notalega helgi:) Heima bara í chilli og góðu yfirlæti. En það er frí í skólanum á morgun, en ég sit ekki aðgerðarlaus þrátt fyrir það. Það er nóg að vinna fyrir skólann eins og aðra daga. Ég ætla nú ekkert að teygja lopann í þessari færslu enda á ég engan lopa.. þarf að fara að sinna verkefnum og vonandi sé ég mér fært að henda inn einni og einni færslu hérna annarslagið og svona... en annars verið þæg á meðan og munið að það er ekki öll ull lopi :P