LÍF EFTIR DAUÐANN ??
HAH!! Alltaf þegar þið haldið að bloggið mitt sé dautt.....þá kem ég á óvart og bruna inn svon einni og einni færslu ;) ég get endalaust velt því fyrir mér hvort það sér líf eftir dauðann en ég veit með vissu að svo er hér á þessu líka litla sæta bloggi mínu:)) Ég hef þurft að þola mikið kvart og kvein um að ég sé lélegur bloggari sérstaklega þó frá einum aðila *skjót* og er þetta blogg sérstaklega tileinkað þeim aðila*skjót* og "öllum" hinum sem að hafa séð sér þann sóma að bera mér þær ekkifréttir að ég sé lélegur bloggari :) Ég veit hinsvegar að ef ég hefði nú tekið mig til og bloggað núna upp á síðkastið á einu af þessum "tímabilum" hjá mér þá hefði ég nú tapað "öllum" lesendum mínum á nóinu......svona á vissum tíma er betra að segja sem minnst dæmi ;)
Eeeeeeeen hvað um það lífið heldur áfram ekki satt.......ó jú og ég líka komin með þessa líka fínu bumbu!! :)))) Svo það er ekki annað að sjá á mér en að litli kútur stækki bara og stækki:) Líka búin að fara í bumbumyndatöku sem er rosa gaman......mjöööööög hentugt fyrir ólétta konu að eiga vinkonu sem er að læra ljósmyndun:)
Annars snýst lífið mitt þessa dagana lítið í kringum annað er að vera bara ólétt og aumkunarverð....hehe....Skvísan mín í Sweden hjá pabba sínum yfir páskana....ég kann bara ekki að vera barnlaus svei mér....hellist alveg yfir mig eirðarleysið:/ Svo á ég ekki einu sinni kött lengur til að hugga mér við þegar hún er í burtu.....ekki það að ég hafi huggað mér mikið í kettinum þegar ég átti hana?? eeeeeeen u get the point!
Svo er bara niður talning í stóra daginn.......jámm þetta flýgur áfram...ekki nema 6 vikur eftir og þá ætti ég að vera orðin 2 barna móðir....how skerí is ðatt?!?!
En ég er farin að hlakka mikið til að takast á við þetta allt saman og fá krílið í hendurnar og losna úr þessu "álögum" ef svo má að orði komast.....því maður er sko hreint ekki maður sjálfur í svona ástandi verð ég að segja;)...samt gaman að vera með bumbu og á örugglega eftir að sakna þess soldið!
Já svo er nú alveg að koma að henni Gerði beib.....hún var sett núna 19 mars en er ekki búin enn en það á að taka ákvörðun með framhladið hjá henni fyrir páska...ég vil að barnið hennar komi á miðvikudaginn!! ;) Góður dagur það!..en það er bara að sjá hvað gerist annars verður þetta væntanlega páskabarn ;)
hmmm alveg strand núna enda garnirnar farnar að gaula sem þýðir.........inníískápaðróta :)) hmmmm ooooooooooog hver veit....aldrei að vita nema að það fylgi fleirri blogg í kjölfarið....bara jafvel á næstunni ;) ....... farin að róta í ískapnum ;) bless í bili:))