fimmtudagur, janúar 06, 2005

Gleðilegt ár allesammen :))
Þetta voru bara hin ágætustu áramót já já....þrátt fyrir MIKLA viðkvæmni *hóst* hormónar*hóst* ....en lenti í frábærum mat hjá Gerði og co og svo partý fram á nótt...

Þetta er orðið hið mesta leti blogg hjá mér...KEMUR Á ÓVART??...nei hélt ekki, bara spurning hvenær maður lendir á "öðru hverju rúntinum" !! svo ég reyni nú mitt besta að kreista út blogg svo ég lendi ekki þar??...smá skot....ég vil alls ekki lenda þar hehehe...ég hef alveg haft í nógu að stússast í að gera ekki neitt!!...svo síðdegis miðdegis og allskyns lúrar eru mikið teknir hér á bæ!!! *skot*...en allt fer þetta að breytast því nú fer rútínan aftur í gang, skólinn að byrja og ég mun víst reyna að hanga þar fram á síðasta dag þ.e 050505 eða þá er mér sagt að ég meigi eiga von á litla kútnum í mallanum....ætli það verði ekki þannig að maður sitji í tíma bara svona í nettum rólegheitum og afsaki sig svo að maður þurfi að skreppa upp á deild til þess að fæða eitt stykki barn!!....Ætli ég fái skróp??? allavega hjá einum kennara POTTÞÉTT....eins gott að vera ekki hjá honum í tíma..hehe

Heyrðu JÁ *hóst*égerorðinbarnalandsfíkill*hóst*..... maaaaaaaaaan jámm það er víst en ég er nú ekkert að flippa þar út sko meira horfa á aðra flippa út þarna, þetta er alveg mögnuð síða fyrir fólk sem hefur ekkert að gera svona eins og mig :)) ....og alltaf er hægt að grafa upp fólk sem maður kannast við þar sem er að fara eignast barn eða búið...alveg magnað hehe...svona míní njósn ;) aldrei hélt ég að ég yrði húkkt á þessari síðu en svo sem ekki skrítið þar sem það er oftast eina síðan sem ég kemst inn á þegar það er netvesen hérna, sem er allt of oft....ég ekki skilja?

úfff tóm í bili.....later ;))