mánudagur, desember 27, 2004

krappí 2004!!

.....ég ákvað að herma eftir henni Mýslu minni og gera svona lista yfir árið sem er að líða...og jahérnahér....frekar þungur hjá mér þetta árið...og því ekki skrýtið að ég hafi ekki nennt að blogga á þessu ári...ég læt hann flakka bara....oooog svona lítur hann út!!


-þegar árið byrjaði var ég ástfangin upp fyrir haus
-það var yndislegur tími
-mér hefur sjaldan liðið jafnvel á ævinni
-árið byrjaði líka með skelli
-leigubílsstjóri keyrði yfir á rauðu og þar með á bílinn minn
-svo ég eyddi megni af árinu í bak-og hálsmeiðlsum
-það var ekki gaman
-ég flaskaði á skólanum vegna árekstursins
-sem ég var ekki ánægð með
-árið var sannkallaður tilfinningalegur rússíbani
-alveg frá því að vera yfir mig hamingjusöm yfir í að halda að ég væri að missa vitið
-ég sóaði orku minni í að reyna að laga hluti sem ég gat ekki lagað
-ég flutti frá morðingjafíflinu í fellunum yfir í hólana
-sem var þvííílíkur munur
-ég byrjaði í sambúð
-sem var æði.....til að byrja með
-ég átti frekar krappí sumar
-engin þjóðhátíð!!
-gerði ekkert með kærastanum mínum
-hinsvegar ákvað hann að fara til útlanda án mín
-hann var önnum kafinn í vinnu og áhyggjum af fyrrverandi sinni
-sem tók mikið á mig, ég var að missa hann í það
-ég reyndi mikið að vekja athygli á mér við hann
-en það hreyfði lítið við honum
-ég myndaði tengsl við barnið hans og sá mikið um það
-það var yndislegt
-kærastinn minn varð alltaf fjarlægari og fjarlægari
-enda fyrrverandi veik
-hún dó síðla sumars
-og ég átti ekki kærasta lengur
-ég heimsótti gamlar sænskar heimaslóðir
-ég var að bæta mér upp krappí sumar
-það var ágætis ferðalag en í skugga áhyggna af ástandi kærasta míns
-ég kom heim og byrjaði í nýjum skóla
-sem ég var rosalega ánægð með
-grunsemdir mínar voru staðfestar
-ég var ófrísk
-ég sagði kærasta mínum frá því
-það hreyfði ekkert við honum
-enda fyrrverandi dáin og hann að jafna sig
-ég held að ég hafi aldrei fundist ég eins ein og þá
-ég náði ekki til kærastans lengur og gafst upp
-hætti í sambúð
-þetta var eitt erfiðasta tímabil sem ég hef gengið í gegnum
-en um leið hófst nýtt sem styrkti mig bara
-ég missti tengslin við son kærasta míns
-það var erfit bæði fyrir mig og dóttur mína
-ég lærði mikið af dóttur minni á árinu
-hún sýnir mér hversu rík ég er að eiga hana
-hún var í skýjunum með að hún væri að fara að eignast systkyni
-ég fékk að vita að ég ætti von á strák
-sem er nýtt og spennandi
-og ég verð enn ríkari
-ég sannfærðist enn meira að vinkonur mínar eru eitt það besta sem ég á
-þær eru í raun fjölskylda mín þar sem mína vantar
-mér þykir óendanlega vænt um þær
-ég setti grenjumet á árinu
-mikið sökum hormóna og verður það kallað "grenjutímabilið mikla"
-seinnihluti ársins var mjög einmannalegur
-og mér leið ekki vel
-ég var særð meira en nokkru sinni á þessu ári
-en ég horfi bjartsýn á framhaldið
-enda á ég von á yndislegu barni á næsta ári
-sem gefur mér mikla von
-ég kynntist aðila sem gaf mér mikla von og ég lærði mikið af
-þetta ár var meira krappí heldur en gott en það virðist vera vaninn á mínum bæ
-ég þráði mest af öllu á þessu ári að finna væntumþyggju
-enda ólétt!
-ég vona að það rætist úr því á næsta ári
-ég hef ekki gefið upp vonina varðandi hitt kynið en samt skíthrædd eftir þetta ár
-ég ætla að hefja nýtt ár með bjartsýni og væntumþyggju í fyrirrúmi
-sem á eflaust efitir að launa sér
-ég hef lært ótrúlega mikið á þessu ári
-þá einna helst um tilfinnigaleg takmörk
-svo ég geng vonandi vitrari í þeim efnum inn í það næsta
-næsta ár verður betra, ég veit það
-ef ekki, þá segi ég eins og góð vinkona mín, minn tími mun koma :)

*HÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓST*
sælt veri fólkið....og gleðilega hátíð......hef ekki bloggað neitt að ráði í svolítinn tíma núna, enda nóg að gera!!

Jú jú jólin afstaðin með öllum sínum herlegheitum....búin að belgja mig út af kræsingum og kruðeríi.....enda bumban mín að stækka mikið þessa dagana :)....þetta voru ágætis jól...leit ekki út fyrir það....en jú þau voru barasta ágæt...allt er gott sem endar vel ekki satt??...

Nú er litla skvísan farin út til pabba síns í Sweden....svo að einmanna ólétta konan er enn meira einmanna.....snift snift...þá er bara um að gera að fara að skella sér í heimsóknir eða eitthvað þessháttar :))

.....en í hreinskilni sagt er ég ekkert dúndur hress akkúrat núna svo ég ætla ekkert að þykjast vera það heldur, svo ég kveð í bili en vonandi eru þið hress og ekkert stress.....take care bye for now :)

föstudagur, desember 17, 2004

It´zzzzz aaaaaa boooooy :))))

jú jú heldur betur fór í sónar í gær........æðislega gaman og krílið búið að stækka helling þó svo að lítið sjái á mér??? :).....ég var búin að ákveða að fá að vita kynið....og það fór ekki á milli mála!! Ég sá það nú bara sjálf áður en konan sem skoðaði náði að segja nokkuð.....og svo sást þetta over and over again hehehe....þannig að eins gott að ég hafi verið ákveðin í að fá að vita því annars hefði þetta hvort eð er ekki farið fram hjá mér!!........þetta var svoooooo gaman....ég enn að ná þessu sveimér....:)))))))

Annars lítið að frétta hjá mér er bara búin að svífa á bláuskýji síðan í sónarnum....nema búin að henda mér í Smáralindina í smá jólastússerí.....guð hvað ég kann ekki við svona mikið fólk út um allt í öllum búðum og biðraðir út um allt úffffff.....ég held ég fresti bara jólunum!! Má það ekki....hmmm......annars er ég bara að gera það sem ég geri best....þessa dagana....láta mér leiðast :/....og borða yfir mig.....búin að belgja mig út af pizzu sem ég pantaði hérna áðan um miðja nótt!!!!........oooog ætli ég fari ekki núna og belgimigennmeiraút??? .........later;)

miðvikudagur, desember 15, 2004

Daddaraaaaaaaa mín var í sónar í dag!!!???!!??! :)))))) (brosiallannhringinn)..

mánudagur, desember 13, 2004

Nýr UPPÁHALDS nágranni !!!

Ó já ég er komin með nýjann uppáhaldsnágranna!!!....sem hefur greinilega uppgötvað nýjann takka á græjunum sínum....hmm ætli hann hafi ekki verið að kaupa sér græjur bara.....allavega þá heitir þessi takki REPEAT!!!.....og virðist þessi umræddi nágranni hafa uppgötvað líka notagildi takkans....því nú vakna ég við viðbjóðslegt lag hvað eftir annað sem glymur í gegnum blokkina....og hann sættir sig sko ekki við að spila það 30 sinnum Ó nei.....það er frekar nærri 100 sinnum sem þetta er látið ganga á repeat...*urrrrr*.....endar með að kallinn verði skotinn á færi....þetta er þó skömminni skárra því hann hefur greinilega endur nýjað hjá sér græjurnar því áður átti hann til að spila allt í botn ööö með útvarpið stillt á.... og þegar það var ekki nógu gott lag þá var leitað að annari útvarpsstöð...NOTABENE: ekki með svona search takka ó nei heldur gamla góða aðferðin snúa takkanum MEÐ BRJÁLUÐUM SKRUÐNINGI....ahhhh svo datt hann inn á lag!!!! og svo aftur leita....SKRUÐÐÐÐNINGUR!!......ammm svona er víst blokkarlífið....ég vil HÚS....og það núna...svo má bæta við volvo og voffa líka (ef út í það er farið).....;)

*Brrrrrrrrrrrrrrráðn* og meira *Bráðnnnnnnn* :)

Ég verð að segja frá bráðninum mínu :))).....eins og flestir vita þá er sá tími genginn í garð þar sem jólasveinar læðast og gefa litlu þægu börnunum í skóinn:)...nema hvað að vissir jólasveinar eiga erfiðara með það en aðrir (ég!) og stressa sig mikið yfir þessu....en það var undirbúið vel skóinn í gærkvöldi hjá minni...hún var nebbla búin að finna pínulitla körfu og setja nokkrar piparkökur í körfuna í gjöf handa jóla.....en það voru tveir miðar límdir á skóinn!!....og þeir þekja nánast skóinn svo varla sást í hann....á einum stóð/stendur: "jólasveinn á að gefa í skóinn" og er þessi miði ætlaður svo að jólasveinninn viti örugglega HVAÐA skó á að gefa í, sem sagt þennan skó......svo var annar sem fylgdi piparkökugjöfinni handa jóla á honum stóð : "Til þín frá Emilíu, hó hó (og mynd af jólasveini).....awwwwwwww.....ég bráðnaði sko ég veit ekki hvert á sjá þennan litla sæta miða, en ég get sagt að það bætir ekki samviskubit jólasveinsins...sem finnst hann bara standa í einu stóru plotti með að gabba barnið :/....en get ekki sagt annað en að þetta komi manni í jólaskap, þar sem ég virðist vera í jólaafneitun þessa dagana....;)

fimmtudagur, desember 09, 2004

Crazzzzzzzzyness in the brainhouse?

Góðir hálsar ég biðst velvirðingar á vandræðalegu þögninni sem hér ríkir :)).....sem þýðir JÁ ÉG VEIT ÉG ER LATUR BLOGGARI.......það er bæði búið að kvarta formlega og óformlega við mig svo ég neyðist til þess að æla einhverju út úr mér;)...........hehem já......

Sagðist ég ætla að flytja inn á msn??.........Ó JÁ....og það hef ég sko heldur betur gert....og lítið annað þar fyrir utan líka :))).......fyrir utan orðaleiki og annarskonar rugl í kommentakerfinu hjá Mýslu...

Annars hef ég mestmegnis haldið mig innanhúss svo það hefur lítið annað en msn og þetta venjulega heimilislíf undanfarna....nema hvað að Erna bestasta bauð aumkunarverðu vinkonu sinni í jólahlaðborð í kvöld...og það á Argentínu....hafði aldrei komið þangað...en ég nýtti tækifærið og át fyrir enn eina fílafjölskylduna :)))) aaaaaaaaalveg svaaaaakalega gott jömmí.......kósí staður og voða jólstemmning.....sem er alveg til að koma manni úr ekki jólagírnum í jólagírinn :)....sem minnir mig á það að það styttist skuggalega í "að gefa í skóinn dæmi"...og ég er þegar farin að stressa mig yfir þessu blessaða "plotti"....þetta er svooooo á mörkunum.....Emilía spurði mig einmitt bara núna á dögunum...mamma..trúir þú á jólasveininn......úffff.....ég bara ööööööö já.....þá kom bara ég líka!!.....svo það er eins gott að klúðra þessu ekki...því ég hef verið nálægt því eins og ég mynntist á í fyrra!

Júbb svo styttist í að ég skelli mér í sónar og sjái litla krílið í mallanum aftur er að deeeeeeeyja úr spenningi....því ég ætla náttúrulega að fá að vita hvort þetta er stelpa eða strákur :))))...síðast var það bara sætt......þá var krílið bara í makindum að sjúga puttann og smjatta...sælkeri þar á ferð???........en það verður ekkert smá gaman....bara 6 dagar þangað til ;)).....

Annars er ég gaaaaaaaaaaltóm.........og þarf að synna msn-inu mínu!! ...svo það er væntanlegt letiblogg á næsta leiti ;) ...........þegar ég kigna undan bloggkvörtunum aftur :) ...........later........
föstudagur, desember 03, 2004

Krapp!!

...........það byrjar vel jólafríið...heh...heldur betur...það er sko vakað frameftir öllu og sofið í sama mæli.......já ég sem að hlakkaði svo mikið til að fara í jólafrí geri lítið annað en að láta mér leiðast??.....ég er aftur á móti flutt inn á msn...JAHÁ....og það með miklum stæl....hangi þar í gríð og erg......vanalega að gera lítið annað en að tala við sjálfa mig.....og aðra inn á milli.....sem er alveg prýðilegt.....þessvegna hef ég nú líka vanrækt litla röfl-hólfið mitt sem kallast víst blogg.....(sorryelskulitlabloggiðmitt).....en það eru nú heldur ekki æsi sögurnar sem ég er með í kollinum....heldur meira svona *dæs*leiðist*dæs* svo þið eruð nú ekki að missa af miklu......ó já dúndur stuð á mér:)))).....ég held að vísu að það sé eitthvað netsamsæri í gangi???.....því það vill svo furðulega til að netið mitt neitar að virka oftast nær.....nema hvað að ég kemst ALLTAF inn á Barnaland????......farin að halda að þetta sé svona lúmsk leið til að gera mig að Barnalandsfíkli????.....mér hefur dottið oft í hug að setja inn spurningar í mínum mestu leiðisköstum....svo sem....mér leiðist...er það eðlilegt.....eða hvort ég ætti að fá mér banana eða súkkulaði...eða bara bæði???? því ég gat enganveginn tekið ákvörðun um það sökum þess hversu mikið mér leiddist! :)))))....en VÁ hvað Barnaland fær verðlaunin fyrir að vera" bestamérleiðistsíðan" ....það er hægt að skemmta sér konunglega á þeirri góðu síðu :))...tek það fram að þetta er engin persónuleg árás ef einhver þá bara á sjálfa mig :))

Jamm þetta er ástand...svo slæmt að þvotthúsperrinn fer að sýnast sem ágætur kostur til að biðja um að koma yfir í lúdó eða eitthvað álíka...nei annars held ég ekki en þetta kannski segir sitt samt sem áður....gleymdi nú að mynnast á það að hann er ekki kallaður þvottahúsperrinn fyrir ekki neitt....hann nefninlega getur ekki farið í þvotthúsið á hæðinni nema á naríunum einum....og því er ég með mína eigin þvottavél inni hjá mér takk! En hrós fær kallinn fyrir stolt af sjálfum sér!

Þetta ástand gæti þróast út í geðveiki!!.....þá meina ég að sökum leiðinda gæti ég farið að taka upp á furðulegum hlutum.....hmmm....t.d gera símaat í þvottahúsperranum...ekki erfitt að ná í númerið hans þar sem hann flaggar því á síðunni sinni....ég gæti boðist til að sækja póstinn fyrir alla í blokkinni...fyrir utann minn eigin, þar sem ég er haldin hálfgerðri póstkassafóbíu??......gæti skokkað kringum blokkina heilann dag.....tekið að mér að eyða kóngulóarvefjum á öllum hæðum blokkarinnar...það yrði að vísu verkefni næstu 2 ára eða svo...gerst manneskjan sem fer ALLTAF á náttbuxunum út í búð...og svo mætti lengi telja....og þar sem ég er að dunda mér við að skrifa þetta á þá gætu glöggir lesendur tekið eftir því að þetta er engöngu skrifað sökum leiðinda ;)..........wellll........sæl að sinni.....á meðan verð ég líklegast bara inni....og læt mér leiðast þangað til ég vippa mér í annangír?? ............later!!

sponsorað af hormónar.is.....

miðvikudagur, desember 01, 2004

Jólafrííííííííííí dirrindíííííí :))

Júbb eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá er ég komin í jólafrí...jíbbí.....fyrir því :))......og ég er svoooo sátt við það! Og hvað á ég þá að gera??? hmmmm....ég sem á ekkert líf!?!?........jú ætli ég finni ekki eitthvað að bralla.....jólaskreyta, hvíla mig, kíkja á fólk sem á ekkert líf, hvíla mig, flytja inn á msn, hvíla mig, og margt margt fleirra og .......hvíla mig :))))))

Annars ekki merkilegur dagur svo sem nema að hann hafi verið síðasti kennsludagur.....mig klæjar samt að blogga um ákveðinn atburð en ég get það ekki...:/ en ég meika það ekki....svona er ég mikill kjúklingur.....ahhhhhh hef ekkert að segja.......maybe later..........swiiiiiiiiiiiiing :))