krappí 2004!!
.....ég ákvað að herma eftir henni Mýslu minni og gera svona lista yfir árið sem er að líða...og jahérnahér....frekar þungur hjá mér þetta árið...og því ekki skrýtið að ég hafi ekki nennt að blogga á þessu ári...ég læt hann flakka bara....oooog svona lítur hann út!!
-þegar árið byrjaði var ég ástfangin upp fyrir haus
-það var yndislegur tími
-mér hefur sjaldan liðið jafnvel á ævinni
-árið byrjaði líka með skelli
-leigubílsstjóri keyrði yfir á rauðu og þar með á bílinn minn
-svo ég eyddi megni af árinu í bak-og hálsmeiðlsum
-það var ekki gaman
-ég flaskaði á skólanum vegna árekstursins
-sem ég var ekki ánægð með
-árið var sannkallaður tilfinningalegur rússíbani
-alveg frá því að vera yfir mig hamingjusöm yfir í að halda að ég væri að missa vitið
-ég sóaði orku minni í að reyna að laga hluti sem ég gat ekki lagað
-ég flutti frá morðingjafíflinu í fellunum yfir í hólana
-sem var þvííílíkur munur
-ég byrjaði í sambúð
-sem var æði.....til að byrja með
-ég átti frekar krappí sumar
-engin þjóðhátíð!!
-gerði ekkert með kærastanum mínum
-hinsvegar ákvað hann að fara til útlanda án mín
-hann var önnum kafinn í vinnu og áhyggjum af fyrrverandi sinni
-sem tók mikið á mig, ég var að missa hann í það
-ég reyndi mikið að vekja athygli á mér við hann
-en það hreyfði lítið við honum
-ég myndaði tengsl við barnið hans og sá mikið um það
-það var yndislegt
-kærastinn minn varð alltaf fjarlægari og fjarlægari
-enda fyrrverandi veik
-hún dó síðla sumars
-og ég átti ekki kærasta lengur
-ég heimsótti gamlar sænskar heimaslóðir
-ég var að bæta mér upp krappí sumar
-það var ágætis ferðalag en í skugga áhyggna af ástandi kærasta míns
-ég kom heim og byrjaði í nýjum skóla
-sem ég var rosalega ánægð með
-grunsemdir mínar voru staðfestar
-ég var ófrísk
-ég sagði kærasta mínum frá því
-það hreyfði ekkert við honum
-enda fyrrverandi dáin og hann að jafna sig
-ég held að ég hafi aldrei fundist ég eins ein og þá
-ég náði ekki til kærastans lengur og gafst upp
-hætti í sambúð
-þetta var eitt erfiðasta tímabil sem ég hef gengið í gegnum
-en um leið hófst nýtt sem styrkti mig bara
-ég missti tengslin við son kærasta míns
-það var erfit bæði fyrir mig og dóttur mína
-ég lærði mikið af dóttur minni á árinu
-hún sýnir mér hversu rík ég er að eiga hana
-hún var í skýjunum með að hún væri að fara að eignast systkyni
-ég fékk að vita að ég ætti von á strák
-sem er nýtt og spennandi
-og ég verð enn ríkari
-ég sannfærðist enn meira að vinkonur mínar eru eitt það besta sem ég á
-þær eru í raun fjölskylda mín þar sem mína vantar
-mér þykir óendanlega vænt um þær
-ég setti grenjumet á árinu
-mikið sökum hormóna og verður það kallað "grenjutímabilið mikla"
-seinnihluti ársins var mjög einmannalegur
-og mér leið ekki vel
-ég var særð meira en nokkru sinni á þessu ári
-en ég horfi bjartsýn á framhaldið
-enda á ég von á yndislegu barni á næsta ári
-sem gefur mér mikla von
-ég kynntist aðila sem gaf mér mikla von og ég lærði mikið af
-þetta ár var meira krappí heldur en gott en það virðist vera vaninn á mínum bæ
-ég þráði mest af öllu á þessu ári að finna væntumþyggju
-enda ólétt!
-ég vona að það rætist úr því á næsta ári
-ég hef ekki gefið upp vonina varðandi hitt kynið en samt skíthrædd eftir þetta ár
-ég ætla að hefja nýtt ár með bjartsýni og væntumþyggju í fyrirrúmi
-sem á eflaust efitir að launa sér
-ég hef lært ótrúlega mikið á þessu ári
-þá einna helst um tilfinnigaleg takmörk
-svo ég geng vonandi vitrari í þeim efnum inn í það næsta
-næsta ár verður betra, ég veit það
-ef ekki, þá segi ég eins og góð vinkona mín, minn tími mun koma :)