laugardagur, apríl 03, 2004

Here I come to save the dayhhhhh :)

Nah segi ni bara svona en jú og jæja kæru vinir.....enn eina ferðina lít ég dagsins ljós hér á mínu svo kæra bloggi :) Ég efast ekki um að þið hélduð að ég væri aftur hætt að láta bóla á mér hérna en NEI kæru vinir...það má vera glappótt (er þetta orð?? finnst það eig vel við allavega) skriffinskan hjá mér en ég mun ALLTAF já ALLTAF koma aftur sama hversu langt líður :)))...nóg um það....

Hvað hefur skeð síðan síðast!?!

Jú síðast var ég í miklu væli og volæði hérna yfir að ég væri að drukkna í kössum og dótaríi....varla þarf ég að taka fram að 2 öllarar höfðu fengið að renna ljúflega niður þegar ég dembdi mér í síðasta innslag....en öllararnir höfðu mikinn kost því þá tók loksins kæruleysið við og ég gat hent helling af drasli sem ég hefði hikað við að henda annars :)

Eftir mikið puð og púl var ég svo komin í Vesturbergið, sem er alveg asskoti fínt bara, okkur líður prýðilega hér, sérstaklega litlu skvízzzunni...ég fæ varla að heyra annað á hverjum degi hvað henni finnst vera mikill munur að vera komin hingað...svo það er bara gott mál. Ég er nokkuð sátt allavega...og þið sem eigið eftir að koma og kíkja nýja pleisið....SHAME ON YOU!! ..nei nei svona smá grín...en alltaf allir velkominir og ekki verra fyrr en seinna :)

Ég skammast mín alveg heil ósköp fyrir að hafa ekki látið sjá mig leeeengi....ÞETTA ER EKKI AFSÖKUN...en símalínan mín var biluð hérna heil lengi....en loks kom símvirkinn og reddaði málunum...en þá var annað... það er alltaf verið að downlowda helling í tölvuna hérna og virðist hún bara höndla það ekki að mar komist á netið í leiðinn ó nei....svo ég þarf að semja um að fá tíma til að komast á netið á meða hlé er á downlowdinu :( og svo bætir nú ekki úr skák letin í mér við að skrifa!! En alltaf kem ég aftur þó!!!! ..........ekki satt:)