laugardagur, mars 20, 2004

GUÐ HJÁLPI MÉR !!!
Ég get svo svarið það!!...... jú nú stend ég í miðri ringulreiðinni svo sannarlega :(....ég vissi að ég ætti mikið að drasli EN VÁ! þvílíkt og annað eins..ég er nebbla að pakka niður svo ég geti loksins komið mér úr þessu blessaða klessufelli...segi ekki annað, ég er ekki búin að gera annað en að henda og henda drasli héðan út, búin að missa töluna á öllum ruslapokunum...en ætli þetta sé ekki vel þess virði..jú ég held það.....ég ég er EKKI að nenna þessu....og þetta er bara byrjunin...ég er að geyma versta bitann af þessu öllu og það er herbergi heimasætunnar......þar kennir sko á ýmsu að grasa þar fara örugglega einhverjir 50 ruslapokar út því þar er eeendalaust mikið af dótaríi sem fær að fjúka...púff.....

En það verður svooo gott að komast á nýja staðinn í Vesturberginu get EKKI beðið...hlakka mikið til þegar þetta er allt af staðið og þá verðið þið stelpur að koma og kíkja á nýju íbúðina....hún er rosa fín ;)

Annars er "kallinn" að vinna og ég bara hérna í mínu volæði að pakka niður...og langar rosalega að kjafta í símann...sem er svona my way to escape..en NEI.....það svarar ENGINN í símann....mætti halda að það væri sunnudagskvöld allir þunnir eða farnir snemma að sofa til að vakna í vinnu :( búin að hringja hingað og þangað..mar ætti nú bara að slá þessu upp í kæruleysi og skella sé á djammið..halda upp á afmælið á þriðujdag..NEI NEI segi svona.... ég verð í skýjunum þegar þetta er búið...nóg að röfli í bili.........þangað til næst....stay cool ;) (allavega þið sem eruð cool) !! bull ég veit.......

miðvikudagur, mars 17, 2004

Boomerrrrrannnngggg!!
...ég fékk heimsókn í dag (eða í gær kemur það væntanlega þar sem ég blogga svo seint! :) Það var hún Lonni Ástralíufari með meiru sem kíkti við í Yrsufellinu...hún var rosa hress og leit asskoti vel út daman..enda búin að vera úti í Ástralíu í hita og svita baði í 6 vikur (ég hélt að þetta hefði verið 1ár) Ég hafði beðið hana ef hún gæti keypt eitthvað ódýrt ekta ástralskt...og VITI MENN... hún gleymdi mér sko ekki.... ég fékk nebbla bommerang..ekta ástralskt..úr tréi og svona handmálað voða sætt... takk Lonni mín (koss)... já og við Lonni erum í átaki....systir hennar er með líka og svo fékk ég Sveineyju (guð hvernig beygir mar þetta nafn??) vinkonu líka til að vera með...og vil endilega fá fleirri strompa til að vera með *hóst*Siggaviltuverameð*hóst eða *hóstAnnettahóst* (gaman að vera svona nokkrar saman í þessu)....þetta er svona cut-down dæmi....2.dagurinn var í dag og erum við að standa okkur.....svo er það bara að halda áfram...vera duglegar....duga eða DREPAST.. ;)......og nei ekki ætlum við að drepast!

mánudagur, mars 15, 2004

Byrjuð að blogga á ný júhúúúú!!

Þá er helgin afstaðin.......ég gat náttúrulega ekki hamið mig í breytingunum á síðunni svo ég skellti þessu nýja lúkki bara strax inn :) og ég er nokkuð sátt....svona fær þetta allavega að vera þangað til að ég er komin með leið á þessu.....en þá verður ekki vandamálið að breyta aftur því ég er nú heldur betur orðin sjóuð í breytingabransanum :)

Þetta var alveg ágætis helgi....var bara í rólegheitum á föstudagskvöld...Lilja beib og Annetta skvís kíktu við í heimsókn....já það fer hver að verða síðastur að heimsækja Yrsufellið fræga og gjóa augum á Jón morðingja!! Við sátum í góðu yfirlæti á eldhústjattinu svo fór ég með Annettu heim til hennar og setti á hana gervineglur því skvísan var á leið á árshátíð.... ekki er hennar stigagangur frábrugðin mínum....voru heljarinnar læti þarna hjá henni þegar hún kom úr vinnuni á föstudag og kom maður út þarna alblóðugur....og auðvitað þurfti Annetta að kalla á Lögguna sem dokaði við í þó nokkurn tíma.......þetta er ekki kallað harlemið fyrir ekki neitt Ó NEI....hér gengur sko á ýmsu það get ég sagt ykkur...

Það var bara svona nett chill frameftir laugardeginum..... en svo helltist yfir mig þetta líka þvílíka eirðarleysi....svo ég tékkaði á stöðunni og skellti mér út með Lilju sem var á bíl (mjög hentugt) við ætluðum að hitta Gerði og liðið á Nasa en neiiiii við komum 5 min yfir tólf svo við fengum ekki frítt inn og ekki vildum við eyða 1500 á mann þarna inn svo við skelltum okkur á Thorvaldssen....sem var alveg ágætt bara...við sátum þar í góðu yfirlæti..kom einhver gaur sem vildi bjóða upp á drykki og það handa öllum en honum tókst að koma með fullan bakka af drykkjum til baka og hella þeim ÖLLUM yfir okkur takk fyrir...svo við vorum rennandi!! Svo mér til mikillar undrunar hitt ég Hörpu Mjöll þarna á klóinu og hún var náttla í ragettustuð eins og henni einni er lagið...svo hún djojnaði okkur...og svo mætti Sigga Ligga á svæðið og systir hennar þannig að við vorum orðnar þónokkuð margar þarna..mikið gaman og mikið grín. Ég fór nú samt heim á skynsamlegum tíma..sem var nú samt Lijlu mikið að þakka þar sem hún var klukkan mín ....tímakynið er fljótt að fjúka...ó já ..og ég HEF sko reynsluna af því...annars fínasta helgi í alla staði..

Það var engin þynnka í gangi á Sunnudeginum bara á spjallinu með Sollu systir hún hafði nebbla verið að passa fyrir mig þessi elska...enda besta systir í heimi ;) Svo skutlaðist ég með hana í mosó...og ákvað að kíkja á Beriti (myslutyslu) svona til tilbreytingar....og viti menn mætti ekki Sigga Ligga líka á svæðið og var mikið blaðrað..sem minnir mig á það ..við Grétar vorum í Elko í dag...vissi ekki að Jói x-ið hennar Siggu ynni þarna og brá bara að sjá hann allt í einu (veit ekki afhverju) en fannst ég hálfpartinn þurfa að fela mig bak við rekkana eða eitthvað...en what the hell...brá allavega.....

svo þetta var helgin í allri sinni gloríu....

föstudagur, mars 12, 2004

Daddaraaaaaaaaa...

Og hvað skeður nú ...(trommusóló).....simmsalabimm :)

Drottinn blessi bloggið mitt :)

Guð minn góður........... ég er sko búin að sitja sveitt í breytingum á síðunni....og með tonn af þolinmæði tókst mér að fixa stafruglið (sem var að gera mig geðveika) og já núna er síðan heldur betur búin að skipta um brækur...hvernig finnst ykkur?? En samt sem áður var ég að finna aaaaaaaaaðeins betra lúkk sem ég ætla að hafa mjög líkt þessu nema aðrir litir, en þetta var skammturinn í dag...úff...en á morgun er nýrt dagur og þá hefst ég aftur handa og laga til ;)) Endilega segið mér svo hvernig ykkur finnst :) So æl bí bakk..later.... bæjóhhhhhhhhh...

Andskotinnnnnnnnnnn....

Helvítis stafarugl....hvað er í gangi

miðvikudagur, mars 10, 2004

jíííííííííhaaaaaaaaaa...baulaðu nú búkolla!

Hæ hæ man einhver efitr mér???.... ömmmm.....skil svo sem fullkomlega ef þið eruð búin að gleyma mér :( enda hef ég ekki bloggað í tjaaaaaaaaaaaaa ???? 100 ár eða svo kannski..... en samt sem áður ákvað ég nú að poppa upp kollinum :) hvort sem það gleður einhvern eða ekki......

Hef ég verið bissí??
- ömmm tja svona já eiginlega..aðalega bissi við að gera allt og ekki neitt!

Hvað hef ég verið að gera??
- góð spurning....ég veit það varla sjálf!

Hvað hef ég þá verið að bralla??
- úffff......hitt og þetta... aðallega hitt samt...

Er eitthvað að frétta??
- já já svo sem afhverju væri ég annars að láta sjá mig aftur...:)

Adsl in da house :)
- jú jú mikið rétt.......sem er svo sem ekki frásögufærandi nema af því að gamla krappí tengingin sem ég var með, sem átti til að gera það að verkum að ég komst ekki á netið í tíma og ótíma er fokin úr húsinu og adsl-ið komið í staðin.....og þar með er ég einni afsökuninni fátækari fyrir því að blogga ekki hérna....svo ekki getur tengingin valdið því í framhaldinu....

Jón murdereererererer fokinn líka :)))))))))))
- jú jú það er líka rétt.......það verða ekki fleirri sögur af Jóni morðingja meir!!......og nei ég lét ekki koma honum fyrir kattarnef.....og ég stútaði honum ekki sjálf.....heldur loksins loksins gekk umsóknin mín um flutning héðan úr þessu hálfvitahæli i gegn og ég er að flytja á mjög fínan stað í nágreninu......og GET ekki beðið....ég á sko ekki eftir að sakna Jóns Ó NEI... ætli ég gefi honum ekki puttann í hvert skiptið þegar ég geng með einhverja mublu út úr húsinu...því ég veit að hann liggur í kíkjugatinu...og ég á sko ekki eftir að sakna sog-rokbælisins hérna þar sem mar heldur hreinlega að mar sogist ofan í klósettið þegar það er rok úti og þvílíku lætin sem fylgja......það verður kannski aðeins minna löggu aksjón þarna á nýja staðnum......en...nehhh á ekki heldur eftir að sakna þess :))) ...........svo vonandi tekur bara hið ljúfa líf við :)

Mr-G in da house :))
- ömm....tja...já...hehemm.... *ræskj* ég hef nú ekki minnst einu einasta orði á hann hérna......og kannski kominn tími til....svona að það komi formlega fram??? Og allavega þá já er hann sko "vinur " minn (okeysoldiðmikiðmeiraenvinurminn) Hef hingað til talað svona undir rós eins og margir segja...en það hefur aldrei verið áberandi, svo sem bara fáeinir sem hafa tekið eftir því :) en ég held að hann doki við allavega eitthvað áfram.....og fylgir líklega með in da other house...svo það er allt að gerast bara...haaaaaa... :)))

Miss Aussi in Iceland
- ó já hún er á leiðinni og sko heldur betur á leiðinni og alltaf á leiðinni.....hún fer alveg að koma heim....bara núna á fimmtudag.........ég held að það sé cirka ár síðan hún fór...eða svoleiðis virkar það allavega... ég reikna með Lonni Ástralíufara með meiru á fimmtudagseftirmiðdag (vá hvað þetta var langt orð?? og er þetta eitt orð??)
en ég reikna ekki með að sjá hana fyrr en fyrstalagi eftir helgi svei mér...því ég veit að það verður glatt á hjalla hjá henni og Baldri eftir svona langa dvöl hinumegin á hnettinum.....

All the girls in da house
- Jú það er víst búið að ákveða að fara út að borða saman við stelpurnar úr skólanum þann 3.apríl (lau) á Vegamót líklega skilst mér.......og vonandi komi bara sem flestar....þannig að ef einhver ykkar les þetta sem veit þetta ekki þá eruð þið velkomnar það verður ekkert formlega hringt í ein eða neinn bara láta þetta berast....og Lonni þú lesa þetta ef ég gleymi að segja þér þetta (þú veist hvernig ég get verið). Svo það er bara að mæta allar sprækar og hressar, að vísu ólettufaraldur í gangi!!, en það er svo sem engin afsökun ;) Allir að mæta mikið gaman mikið grín...

well......alt í einu tæmdist heilinn skyndilega svo ég læt þetta duga í bili....kíkji kannski inn á morgun ef þið verðið svo heppin......je ræææææææææææææt.......en samt...............aldrei að vita...later gaters ;)