Elísan á lífi!!
Nei ég er ekki hætt að blogga og jú það var lækna maraþon hjá mér í dag! Var á leið heim frá augnlækni í dag í mínu mesta sakleysi á beygju ljósi, þegar það skiptist í að gult og grænt og ég mátti keyra af stað ákvað einhver helvítis leigubíla hálfviti "að það væri nú ekki komið rautt hjá honum" svo hann brunaði yfir og þrumaði inn í bílinn minn þar sem ég keyrði á mínu líka fína beygju-ljósi. Ég viðurkenni að þegar hvellurinn kom að þá hugsaði ég 2 this is it! ! en til mikillar lukku slapp ég nokkuð ósködduð frá þessum andskotans leigubílsstjóra! Tognuð í hálsi og baki og aum í viðbeini tel ég vera vel sloppið, en annað á við bílinn sem er alveg í mauk :( Helvítis leigubílsstjórinn baulaði um að hann hefði nú ekki keyrt yfir á rauðu en til allarar hamingju stoppaði maðurinn sem keyrði á eftir honum og sagði mér að hann hefði séð allt saman og það hafi verið eldrautt....það er sem sagt til fólk ennþá sem kærir sig um náungann :))) En dagurinn fór mest í að bíða eftir lögreglu og bíða á biðstofunni á slysó svo ég er nokkuð lúin eftir þetta allt saman svo ég læt þetta duga í bili og framundan er bara að slaka á og bryðja verkjatöflur...bið að heilsa í bili........þangað til næst........farið varlega í umferðinni :)