fimmtudagur, janúar 29, 2004

Elísan á lífi!!

Nei ég er ekki hætt að blogga og jú það var lækna maraþon hjá mér í dag! Var á leið heim frá augnlækni í dag í mínu mesta sakleysi á beygju ljósi, þegar það skiptist í að gult og grænt og ég mátti keyra af stað ákvað einhver helvítis leigubíla hálfviti "að það væri nú ekki komið rautt hjá honum" svo hann brunaði yfir og þrumaði inn í bílinn minn þar sem ég keyrði á mínu líka fína beygju-ljósi. Ég viðurkenni að þegar hvellurinn kom að þá hugsaði ég 2 this is it! ! en til mikillar lukku slapp ég nokkuð ósködduð frá þessum andskotans leigubílsstjóra! Tognuð í hálsi og baki og aum í viðbeini tel ég vera vel sloppið, en annað á við bílinn sem er alveg í mauk :( Helvítis leigubílsstjórinn baulaði um að hann hefði nú ekki keyrt yfir á rauðu en til allarar hamingju stoppaði maðurinn sem keyrði á eftir honum og sagði mér að hann hefði séð allt saman og það hafi verið eldrautt....það er sem sagt til fólk ennþá sem kærir sig um náungann :))) En dagurinn fór mest í að bíða eftir lögreglu og bíða á biðstofunni á slysó svo ég er nokkuð lúin eftir þetta allt saman svo ég læt þetta duga í bili og framundan er bara að slaka á og bryðja verkjatöflur...bið að heilsa í bili........þangað til næst........farið varlega í umferðinni :)

föstudagur, janúar 23, 2004

Ég ÆTLA.....

.....að nota tækifærið þó ég hafi alls ekkert að segja held ég, og blogga núna þegar heeeeeeeeeeeeeeelvítis tengingin mín virkar!! Og ekki fær einn gaurinn hjá Orkuveitunni margar stjörnur hjá mér því að þvílíkann og annan eins pirrupoka hef ég sjaldan talað við váááááá.........don´t mess with that maðafakka ;) Það er náttla skóli og aftur skóli bara hjá manni alla daga þvílíka áreiti issss nei nei en það er ekki beint uppörvandi að sitja og hlusta á kennara tala í marga tíma á dag, en sonna eridda :) Svo ee mar líka soldið utangátta og bissi þessa dagana......það eru sumir sem skilja hvað ég á við...........sem er BARA gaman. Já svo var ég að frétta að Óli vinur og Sigga voru að eignast lítinn sætann prins....búin að sjá myndir og alles og vil óska þeim INNILEGA til hamingju með krílið.....algjör rúsína :)

tóm tóm tóm alveg gaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaal tóm

Þetta er bara lítið blogg blogg blogg
hér ibba ég stundum gogg gogg gogg
en það er altíleæ því þetta er bara blogg blogg blogg
og ef þið viljið ibba gogg gogg gogg
þá megið gera það hér á þetta blogg blogg blogg

oj oj oj hvað þetta var lásí lag úffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffff kannski best að ég láti þetta duga að sinni!!!!...................þangað til næst .............. blessí bless :o)

mánudagur, janúar 19, 2004

Ég er ........

......bara nokkuið stolt af sjálfri mér svei mér þá........... haldiði að ég hafi bara ekki tekið í minn feita rass og rifið hann af stað í skólann í dag........ég er ekki að skrökva ó nei.......... mætti galvösk klukkan átta í morgun og á einn tíma eftir núna só æm priití prád... þar sem ég hef verið vampíra síðustu mánuði í mínu svokallaða fríi :) nú er bara að sjá hvort mar sé virkilega dottinn á sporið aftur :)

Annars var þetta ágætis helgi.......kíkti út á lífið með Ernu minni......sem var alveg ágætt hitti Súru Svetlönu á gauknum....og kíkti líka á Pravda.....annars held ég að ég haldi mér í rólega gírnum núna.........þetta tekur svo asskoti mikinn toll þetta djamm :(

Svo þarf náttla ekki að spurja að því......mæti minn svona fyrsta alvöru skóla dag og hvað????? Ó jú það er strax próf hjá mér næsta mánudag :( AAAARRRGGGGHHH svo ég þarf að leggjast í lestur á Íslandsklukkunni og vera búin með hana fyrir mánudaginn úfff já það er harður heimur skólaheimurinn. En ég hef ekki mikinn tíma til að blogg akkúrat núnaþví ég þarf að fara að mæta aftur í skólann.... só æ fínk æl pill mæ self bakk tú skúl.......................later guys ;))))))

laugardagur, janúar 17, 2004

Gumma gumm :)))))))

Djöfull var Kalli góður í gardínunni með gúmmílöppina ;) ................vissi að hann ynni !!! húrra fyrir því....

föstudagur, janúar 16, 2004

..............they call me mellow yellow..........

Tippalaus?!!?

Ég verð því miður að hryggja marga tippa aðdáendur (með einföldu!!) því jú eins og þeir vita þá ætti að vera tippadagur í dag en það er eitthvað vesen í gangi, ég þarf að koma upp nýju svona dæmi til að geyma myndirnar mínar svo það verður einhver bið á því að tippin sýni sig á næstunni.........en ég ætla mér nú samt að ganga í það mál, bara hreinlega nenni þvi ekki núna og vil helst koma upp svona dæmi eins og hann Dave vinur minn :) er með þannig að þetta birtist á síðunni ekki á einhverjum link. So the dicks will rest for a while ;)

Spenningur í hámarki!

Jæja gott fólk......loksins loksins komið að úrslitakvöldinu í Idolinu GET EKKI BEÐIÐ :)) Ég persónulega veðja á að Kalli kallinn taki þetta í rassgatið (afsakið orðalagið) held að hann hafi þegar unnið þessa blessuðu keppni þegar hann tók Grease smellinn þarna um daginn því það var alveg brilliant og kom með fútt í keppnina sem hafði vantað að mínu mati. Annars vil ég taka upp helling af hönskum fyrir þau þarna þrjú sem eftir eru Kalla, Jón og Önnu, því ég hef verið að lesa mikið af slúður bloggi sem er nú mest uppspuni en það eru greinilega sálir hérna á landinu sem lítið má blása á, náttúrulega bara gert í gríni, en fólk virðist geta endalaust rifist um þetta fram og aftur sem minnir mig á 5-6ára aldurinn sem dóttir mín er einmitt ný gengin yfir þar sem flest gengur mest út á að metast um hver er bestur og hvað sé flottast þangað til að það endar með reipitogi og látum. Auðvitað mun alltaf slúður fljúga og fólk benda á þetta fólk, en það hlýtur að vita það þegar það ákveður að fara í svona keppni, sérstaklega í þessu litla slúðursamfélagi okkar, þar sem staðreyndin er sú að Íslendingar þrífast á slúðri hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Ísland er einfaldlega of lítið fyrir fólk sem er orðið þekkt að það geti horfið inn í fjöldann hljóðlaust :) Svo ég vil bara gefa þessu fólki stórt hrós fyrir að hafa kjarkinn að standa í þessu, því svei mér aldrei hefur þjóðin fylgst eins vel með og með þessum þætti. Það að hafa komið fram viku eftir viku á sviði í þvílíkri taugatrekkingu vitandi að nánast öll þjóðin er að fylgjast með finnst mér vel af sér vikið, og ýminda sér pressuna að standa undir mistökum eins og Anna Katrín, ALLIR að tala um það, ef hún færi á netið...þar er rifist um það.....kveikir á útvarpinu...sama sagan...... í sjónvarpinu sama sagan..... allsstaðar.......persónulega ef ég væri hún hefði ég viljað eiga eina risastóra holu til að láta mig hverfa í ef mar væri að standa í því sama og hún. Kæmi mér samt ekki á óvart að hún ætti eftir að glansa í kvöld eftir öll skakkaföllinn! En það kemur í ljós og audda verð ég í Idoli hjá Gerði beibs........EN EKKI HVAÐ?? :)

miðvikudagur, janúar 14, 2004

ömmmm......

...................já og gleðilegt ár allir saman :)

....hér er ég hér er ég........

Jæja kæru vinir!!!!! Sæl veriði öll fjögur sem lesa litla sæta bloggið mitt ;) Ég er ekki lent á mars, flutt til Kína, var ekki gleypt af jólakettinum né lenti ég í pottinum hennar grýlu!!?? nei ég fór einmitt til læknis nýlega ....og fékk ég þá niðurstöðu frá doksa að að ég er greind með blogg-leti og sagði hann að það vill einmitt leggjast á fólk sérstaklega um hátíðirnar! Svo þetta var engan vegin í mínum höndum ;)Engin lyf eða því líkt við þessu þetta líður bara hjá svona eins og hátíðirnar :) ég gerði nú að vísu heiðarlega tilraun um daginn að blogga en þá var eitthvað fokk á netinu hjá mér svo ég fór í svo kallaða "bloggfýlu" sem ég er einmitt nýbúin að hrista af mér og líka eins gott að þetta virki í þetta skiptið. Það er meira en mann grunar sem fylgir þessari blogg-menningu það skal ég segja ykkur :)

Jú jú þá er skólinn "byrjaður" aftur :) útvaldir skylja gæsalappirnar eða fatta hvað ég á við :))))))) Sem er bara mjög spennó, enda er ég búin að vera í extra löngu fríi svo það er komin tími til að fara að rífa sig upp að rass*** og drattast til fara að læra eitthvað :).........en ekki hvað????

Já og litla skvísan mín hún Emilía barasta orðin sjö ára núna 1 jan !!!! mikið asskoti líður þetta ótrúlega hratt???? og ekkert litil lengur enda að stutt í að hún nái að verða 1.40 á hæð!!!!!............fer að ná mörgum vinkonum mínum.. (skot).. :)))..... hún er bestust og sætust:)

En gaman að vera komin aftur hingað og hlakka til að heyra kvabbið í ykkur í komment hornin, hef þetta bara nett í þetta skiptið ... set eitthvað meira inn ef mér dettur í hug....en þangað til næst ........... takið til við að tvista.......but.......don´t twist and shout!!!?? :))))) (skot tileinkað Siggu) ;)