Skamm, skamm, skamm.......já ég ætla að bera fyrir mig smá vörn vegna blogleysisins hjá mér sem er Þynnka, þynnka og svefnleysi og þynnka!! Búin að vera bókstaflega þunn sko... og svei mér á erfitt með að kreista upp eitthvað núna!! Ég vissi það að það væru líka bara c.a tvær manneskjur sem lesa bloggið mitt þannig að mér fannst það kannksi ekki eins áríðandi hmmm?? Ég átti súper gott laugardagskvöld um síðustu helgi.....bara næstum komin helgi aftur!!?? Út að borða og fínerí með stelpunum, og svo í bæinn þar sem ég endaði á gauknum. Það var mikið stuð ég leyfði sko óargadýrinu sleppa lausu og hoppaði skoppaði slammaði og allann pakkann, hitti
Mæju pæju og fuuuuuuuult af liði eins og venjulega. Held að hálsrígurinn og hausverkurinn á sunnudeginum eigi sér sem sagt ,,eðlilega,, útskýringu!
Vill einhver taka þetta lovegúru og skjóta það!!!!
.........það má líka skjóta mjóa ljóshærða hommalega gaurinn í survivor..
Já svo er það annað........gerði mér ferð í Kringluna og Smáralindina og viti menn auðvitað búið að setja upp jólaskraut hálfu ári á undan jólunum!!!!! What´s up with that!?!? Ekki það að ég hafi efni á að pípa mikið sko....er búin að vera með seríuna upp síðan síðustu jól og er alltaf með kveikt á henni, það er bara svoooooooooo kósí, og ég er sko ekki eina í blokkinni hehe. Og hvað með peningaleysið ussssususss held að mar verði bara að fara að sitja fyrir í bleiku og bláu eða eitthvað álíka til að ná endum saman um jólin, nema.........mar gefi bara klósettrúllur í jólagjöf??? Þekki nú fólk sem hefur gert það!!! Nei það er kannski einum of.....ekki það að hmmm klósettpappír er svo sem nytsamlegur eftir allt átið yfir hátíðirnar!!! En það er önnur ella :)
Það er greinilega búið að skjóta eða sækja gaurinn til saka sem pantaði snjóinn, því mér til mikillar gleði (næstum) þá var búið að skola burtu öllum snjó í dag:)
Ég kann ekkert að gera svona flott dótarí á síðuna sko :( eins og að setja in allskonar linka og myndir, kannski af því að ég hef ekki fiktað nóg en ég er bara svo hrædd um að gera einhverja vitleysu og er náttla drullu óánægð með lúkkið á síðunni líka, ætti nú samt að geta fiktað við það svo sem setti svona áberandi og ólíka liti til að vita hvar hver litur er!!!
En eitt sem ég hef aðeins pælt í, svona með að vera single og allt það... hvað telst svona ,,eðlilegt,, að gera til að svala kynsvelti einhleypra??? Er það að bara sitja á sér og vera nunna/munnkur og redda sér þegar það er orðið óbærilegt??? Bíða og vona að einn daginn hittiru á þennan/þessa sem þú ferði í samband með og málinu reddað?? Eða er málið að stunda bara þetta einnarnætur gaman með hinum og þessum, oftast vel í glasi þannig að daginn eftir er þetta svona eins og þú hafir í raun bara dreymt það, og ert enn verr staddur þegar þú vaknar einn á sunnudegi drulluþunnur, og jafnvel fattar að þú kannski vandaðir ekki svo vel valið!!!!?? Eða á mar að vera með eitt stykki svona reglulegt sem er hægt að hóa í þegar hentar og græja og gera (lesist sem bólfélagi!) eða gerast safnari???.....fara að safna allskyns dóti í dótakassann og vera alltaf í svona einsmannsleik?? nei ég bara spyr........eða telst þetta allt saman kannski ,,eðlilegt,, eða??? Og þá vaknar önnur spurning hvað er þá slutty??? Æjjji vá kannski einum of pælt :/ What ever.........held að þetta sé nóg í bili, held ég hafi brætt úr þunna heilanum.......till next time........be good:)
hurru ÉG ekki trúa, ég bara kunna setja link...rather easy actually!!